Kringlukráin er lifandi veitingahús, þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu og góðan mat. Allt frá opnun staðarins árið 1989 hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt. Þar fer saman klassískt yfirbragð og létt andrúmsloft í hádeginu, á kvöldin og um helgar.

Skoðaðu síðuna fyrir nánari upplýsingar eða vertu í sambandi ef að þú vilt spyrja að einhverju.

OPNUNARTÍMAR /

OPENING HOURS

Mánud. – Miðvikud.

Mondays – Wednesdays.

11:30 – 21:00

(eldhús/kitchen 11:30 – 21:00)

=========

Fimmtud. – Föstud.

Thursday – Fridays.

11:30 – 22:00

(eldhús/kitchen 11:30 – 21:00)

=========

Laugard /Saturdays.

12:00 – 22:00

(eldhús/kitchen 12:00 – 21:00)

=========

Sunnud./Sundays

L O K A Ð / Closed
í júlí og ágúst
in July and August

fös
01
lau
02
sun
03
mán
04
þri
05
mið
06
fim
07
fös
08
lau
09
sun
10
mán
11
þri
12
mið
13
fim
14
fös
15
lau
16
sun
17
mán
18
þri
19
mið
20
fim
21
fös
22
lau
23
sun
24
mán
25
þri
26
mið
27
fös
29
lau
30

Kringlukráin var opnuð fyrir gestum á bjórdaginn, 1. mars árið 1989. Fyrst um sinn var hún einungis hugsuð sem krá með léttan skyndibita en hefur síðan þróast yfir í veitingahús með fjölbreyttan og vandaðan matseðil, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum áherslu á að skapa vinalegt og fjölskylduvænt andrúmsloft, þar sem ungir jafnt sem aldnir ættu að njóta sín. Á Kringlukránni er haldið í hefðirnar og gestum komið skemmtilega á óvart með íslenskum kræsingum á tyllidögum. Meðal annars Þorláksmessuskötu, þorramat, saltkjöt og baunir o.fl.

Leikhúsgestir

Kringlukráin býður leikhúsgestum upp á vandaða tilboðsmatseðla öll sýningarkvöld Borgarleikhússins fyrir leiksýningar. Æskilegt er að gestir sem eru á leið í leikhús og ætla að nýta sér þessa þjónustu, panti borð tímanlega og komi í mat helst ekki seinna en kl. 18 svo að hægt sé að vanda vel alla framsetningu bæði í þjónustu, mat og drykk.

Skemmtanir

Kringlukráin er fyrirtaks staður til tónleikahalds. Allar helgar í áraraðir höfum við boðið upp á dansleiki um helgar, þar sem margar af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar hafa stigið á svið í gegnum árin. Dagskrá næstu helga má finna á viðburðadagatalinu hér ofar á síðunni

Einkasamkvæmi, Fundir, Ráðstefnur

Í hliðarsalnum okkar bjóðum við til viðskiptavinum afnota skjávarpa, hljóðkerfi, öll afspilunartæki og ræðupúlt. Þar af leiðandi hentar hann vel fyrir námskeiðahald og fyrirlestra. Kostur er á hverskonar sætauppröðun og margvíslegum veitingum. Hliðarsalurinn er einnig kjörinn fyrir einkasamkvæmi. Hægt er að velja um sitjandi eða standandi samkvæmi. Staðurinn hefur á að skipa frábærum kokkum og vinalegu þjónustufólki. Við tökum að okkur að skipuleggja boð og samkvæmi ef óskað er. Þá setjum við saman sérstakan veislumatseðil; smárétti, hlaðborð eða sérstaklega framreiddan mat.

Umsagnir

Hafðu samband

Kringlukráin

Kringlan 4-12 103 Reykjavík

    • +354 568 0878

kringlukrain@kringlukrain.is

Fyrirspurn






Please wait...

Atvinnuumsókn






Atvinnuumsókn

Helstu upplýsingar

Reynsla / Menntun / Áhugamál

Meðmæli

Please wait...